Thierry Henry fyrrum aðstoðarþjálfari Belgíu vill fá starfið sem þjálfari liðsins nú þegar það er laust.
Roberto Martinez sagði upp starfi sínu eftir vont gengi á Heimsmeistaramótinu í Katar.
Henry var aðstoðarmaður Martinez í tvígang hjá Belgíu en vill nú fá starfið samkvæmt fréttum þar í landi.
Martinez var með 460 milljónir í árslaun sem þjálfari Belgíu en Henry er til í starfið á lægri kjörum.
Romelu Lukaku og Toby Alderweireld sem eru leikmenn landsliðsins hafa báðir sagt það opinberlega að Henry eigi skilið að fá starfið til framtíðar.