Það er búist við því að Emile Smith-Rowe byrji leik Arsenal í enska bikarnum gegn Oxford á mánudagskvöld.
Þetta kemur fram á vef The Athletic.
Smith-Rowe hefur lítið sem ekkert spilað vegna meiðsla. Endurkoma hans er kærkominn fyrir Arsenal.
Arsenal heimsækir Oxford í enska bikarnum á mánudagskvöld. Leikurinn er liður í þriðju umferð keppninnar.
Skytturnar hafa verið á miklu skriði og eru á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með átta stiga forskot á Manchester City.