fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Ronaldo og Sádarnir skoða það að fara ekki eftir reglum

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 5. janúar 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo og Al-Nassr í Sádí Arabíu eru samkvæmt fréttum að íhuga að hunsa það að leikmaðurinn sé í raun og veru í banni.

Ronaldo gekk í raðir félagsins á dögunum og er nú hæst launaði íþróttamaður sögunnar. Portúgalinn þénar 173 milljónir punda á ári þegar auglýsingasamingar og annað er tekið inn í myndina.

Al-Nassr mætir Al Taee í dag en má Ronaldo ekki vera með. Hann fékk tveggja leikja bann frá enska knattspyrnusambandinu nýlega vegna atviks sem átti sér stað í vor.

Þá sló Ronaldo síma úr höndum einhverfs stráks. Atvikið átti sér stað eftir tap Manchester United gegn Everton á síðustu leiktíð.

Samkvæmt fréttum er Ronaaldo og félagið að íhuga að hunsa fyrirmæli og taka sénsinn. Hann gæti fengið lengra bann eða félagið fengið væna sekt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tvö stórlið vilja sækja leikmann Bayern frítt næsta sumar

Tvö stórlið vilja sækja leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ummæli Guardiola vekja athygli – Gagnrýndi leikmann sinn harkalega eftir gærdaginn

Ummæli Guardiola vekja athygli – Gagnrýndi leikmann sinn harkalega eftir gærdaginn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vakti mikla athygli á Times Square um helgina – Úlpan kostar meira en 700 þúsund krónur

Vakti mikla athygli á Times Square um helgina – Úlpan kostar meira en 700 þúsund krónur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skammast sín eftir helgina

Skammast sín eftir helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Neitaði að tjá sig um þau stóru orð sem hann lét falla um helgina

Neitaði að tjá sig um þau stóru orð sem hann lét falla um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þessi nöfn voru vinsælust aftan á treyjum í ár – Messi missir naumlega af fyrsta sæti en Ronaldo er heldur neðarlega

Þessi nöfn voru vinsælust aftan á treyjum í ár – Messi missir naumlega af fyrsta sæti en Ronaldo er heldur neðarlega