Daley Blind hefur skrifað undir samning við Bayern Munchen og mun leika með liðinu út tímabilið.
Þetta staðfesti þýska félagið í kvöld en Blind hefur undanfarna daga verið að leita að nýju félagi.
Blind var síðast á mála hjá Ajax í Hollandi en samningi hans þar var rift um áramótin nokkuð óvænt.
Um er að ræða 32 ára gamlan leikmann sem spilaði alla leiki Hollands á HM í Katar.
Blind á að baki 99 landsleiki fyrir Holland og lék um tíma með Manchester United á Englandi.