David De Gea er bjartsýnn á að gera nýjan samning við Manchester United.
Samningur Spánverjans rennur út næsta sumar og hefur tekið nokkurn tíma að ræða nýjan.
De Gea er 32 ára gamall og á ansi góðum launum hjá United.
„Ég er rólegur. Ég er alveg viss um að þetta endi vel,“ segir hann.
De Gea hefur verið á mála hjá United síðan 2011. Hann sér ekki fram á að yfirgefa félagið á næstunni ef marka má orð hans.
„Ég vonast til að klára ferilinn minn hjá Manchester United. Þetta er mitt félag. Það er algjör heiður að vera hér og ég er svo glaður.“