Casemiro er mikill aðdáandi Marcus Rashford, liðsfélaga síns hjá Manchester United.
Brasilíski miðjumaðurinn gekk í raðir United í sumar og segir hann sóknarmanninn hafa komið sér á óvart.
„Ég verð að vera hreinskilinn við ykkur. Það kom mér mjög mikið á óvart hvernig leikmaður Rashford er,“ segir Casemiro.
„Það er mitt mat, sérstaklega þar sem ég þekki hann utan vallar, að hann geti orðið einn af fimm bestu leikmönnum heims.“
Casemiro dásamar Rashford.
„Það er ótrúlegt hvernig hann getur sparkað í boltann, hann er sterkur, fljótur og mjög klár.
Þvílíkur leikmaður. Ég nýt þess svo að spila með honum. Hann gefur okkur mikla orku.“