Zlatan Ibrahimovic er staddur í fríi á Miami þessa stundina. Þar nýtur hann lífsins á ströndinni.
Kappinn er orðinn 41 árs gamall en er hvergi nærri hættur í fótbolta. Hann er á mála hjá AC Milan.
Zlatan hefur hins vegar ekki komið við sögu með Ítalíumeisturunum á þessari leiktíð. Hann fór í aðgerð á hné sem hefur haldið honum frá.
Framherjinn stefnir hins vegar á að snúa aftur þegar Milan mætir Tottenham í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu um miðjan febrúar.
En nú er Zlatan á Miami og miðað við myndir af honum þaðan er óhætt að segja að hann sé í hreint ótrúlegu formi.
Myndir af honum á ströndinni má sjá hér að neðan.