Kylian Mbappe, stórstjarna Paris Saint-Germain, er víst búinn að ákveða hvaða leikmann liðið á að fá til sín næst.
Það er spænski miðillinn Fichajes sem greinir frá þessu en leikmaðurinn umræddi er Ousmane Dembele.
Dembele og Mbappe eru góðir vinir en þeir eru saman í franska landsliðinu og þekkjast mjög vel.
Dembele spilar með Barcelona á Spáni og hefur skorað 37 mörk í 171 leik fyrir spænska félagið.
Mbappe telur að Dembele sé sá leikmaður sem PSG þarf mest á að halda en hann er með mikil völd hjá félaginu og gæti vel fengið ósk sína uppfyllta.