fbpx
Mánudagur 26.janúar 2026
433Sport

Sara Björk: Þetta fór bara inn

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 6. september 2022 20:58

Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið mistókst að komast beint í lokakeppni HM í fyrsta sinn eftir leik við Holland í lokaleik riðlakeppninnar í kvöld.

Ísland þurfti sigur eða jafntefli í leik kvöldsins til að tryggja sætið og stefndi allt í að leik kvöldsins myndi ljúka með markalausu jafntefli.

Hollandi tókst hins vegar að skora á 93. mínútu í uppbótartíma til að tryggja sér sigurinn og efsta sætið.

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, var mjög súr á svip í viðtali við RÚV eftir leikinn.

,,Þetta var bara ömurlegt. Þetta var ekkert einbeitingarleysi, við vorum einbeittar í 90 mínútur og þetta fór bara inn,“ sagði Sara við RÚV.

,,Mér fannst við ekki nógu góðar varnarlega í fyrri hálfleik, við vorum langt frá þeim og náðum ekki að klukka þær.“

,,Í seinni hálfleik gerðum við betur, við héldum út allan seinni hálfleik nema síðustu sekúndurnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Aftur komnir í umræðuna um Rashford fyrir sumarið

Aftur komnir í umræðuna um Rashford fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Terry skálaði fyrir tapi Arsenal á samfélagsmiðlum

Terry skálaði fyrir tapi Arsenal á samfélagsmiðlum