fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Réð ekki við pressuna eftir að hafa verið sá yngsti í sögunni – ,,Þetta voru vinir mínir sem ég hitti á hverjum degi“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 25. september 2022 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru einhverjir knattspyrnuáhugamenn sem kannast við nafnið Matthew Briggs sem lék með Fulham á sínum tíma.

Árið 2007 varð Briggs yngsti leikmaður til að spila í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hann var þá 16 ára og 65 daga gamall.

Það met hefur verið bætt en Briggs náði aldrei að standast væntingar og er í dag 31 árs gamall og leikur í utandeildinni.

Það var erfitt fyrir leikmanninn að höndla pressuna á þessum tíma en hann spilaði heilt yfir aðeins 12 leiki til viðbótar í efstu deild.

Briggs spilar í dag með Gosport Borough í utandeild Englands eftir dvöl hjá Vejle í Danmörku frá 2020 til 2021.

,,Við funduðum saman og þeir sögðu mér að ég ætti að ferðast með aðalliðinu en til að geta spilað þyrfti ég að vera samningsbundinn,“ sagði Briggs.

,,Á þessum tíma íhugaði ég að fara til Arsenal. Fulham nefndi við mig að ef ég kæmi inná yrði ég yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.“

,,Á þessum tíma og á þessum aldri þá hefði enginn neitað því tækifæri. Ég gat bætt met og spilað í stærstu deild heims.“

,,Augnablikið var vandræðalegt, fólk kom upp að mér og sögðust hafa séð mig í sjónvarpinu og báðu mig um að árita hluti. Þetta voru vinir mínir sem ég hitti á hverjum degi! Allt breyttist eftir þennan leik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu