fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Birta myndband af þeim rétt áður en þeir létu lífið – Flugmaðurinn vissi að eitthvað var ekki í lagi

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. september 2022 11:00

Skjáskot/BBC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugmaðurinn sem átti að fljúga með Emiliano Sala frá Nantes til Cardiff í janúar 2019 sagðist hafa efasemdir um flugvélina sem hann flaug í, áður en hún brotlenti á leið sinni til Bretlands. Þetta kemur fram í hljóðklippu sem breska ríkisútvarpið hefur komist yfir. Einnig birtist myndbrot af þeim á lífi í síðasta sinn.

Sala var keyptur frá Nantes til Cardiff City á 15 milljónir punda en lést í slysinu á leið til Bretlands, ásamt flugmanninum David Ibbotson.

Áður hefur birst hljóðbrot þar sem Sala tjáir vinum sínum á WhatsApp að hann hafi verið í flugvél sem „hafi litið út fyrir að vera að hrynja í sundur“ og að hann hafi verið „mjög hræddur.“

Á nýrri hljóðklippu kemur í ljós að flugmaðurinn vissi að vélin var ekki í góðu standi. Hann ræddi þá við félaga sinn.

„Ég var að sækja fótboltamann sem Cardiff var að kaupa frá Nantes. Þeir hafa treyst mér til að sækja hann í lélegri rellu. Vanalega er ég með björgunarvestið á milli sætanna en á morgun ætla ég að hafa það á mér,“ segir Ibbotson í hljóðklippunni.

„Í miðju flugi heyrði ég hvell í miðju flugi. Það virkaði fínt að fljúga henni en þetta náði samt athygli minni,“ segir Ibbotson um flugið til Nantes, þangað sem hann var að sækja Sala.

„Ég lenti í Nantes og var að keyra eftir brautinni. Svo komst ég að því þegar ég ætlaði að beygja til vinstri að það voru engar bremsur vinstra megin. Þessi vél þarf að fara aftur í flugskýli.“

„Þetta gæti verið síðasta tækifærið þitt til að tala við mig,“ grínaðist Ibbotson.

Ibbotson hafði ekki réttindi til að fljúga með farþega, eitthvað sem Sala vissi ekki. Flugmaðurinn David Henderson átti að fljúga með Sala en komst ekki. Hann fékk Ibbotson í verkið. Henderson var fangelsaður í 18 mánuði fyrir að koma þeim í hættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Nova flytur á Broadway
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Emi Martínez sviptur stóru hlutverki hjá Aston Villa – Emery útskýrir ákvörðun sína

Emi Martínez sviptur stóru hlutverki hjá Aston Villa – Emery útskýrir ákvörðun sína
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi

Foden og Bellingham aftur mættir í enska landsliðshópinn – Sjáðu hópinn sem Tuchel valdi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina

Guardiola fer í merkan klúbb með leiknum gegn Liverpool um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Strákarnir frá Úkraínu alltof stór biti fyrir Blika

Strákarnir frá Úkraínu alltof stór biti fyrir Blika
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svarar til saka – Segir það hafa verið grín að tengja fólk við barnaníð og morð

Svarar til saka – Segir það hafa verið grín að tengja fólk við barnaníð og morð
433Sport
Í gær

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar
433Sport
Í gær

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði