fbpx
Föstudagur 30.september 2022
433Sport

Dagný: Þá vonandi erum við á leið á HM

Victor Pálsson
Föstudaginn 2. september 2022 20:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið er einum leik frá því að tryggja sér sæti í lokakeppni HM eftir leik við Hvíta-Rússland í kvöld.

Ísland vann 6-0 sigur á Hvítrússum á Laugardalsvelli og spilar úrslitaleik við Holland í riðlinum á þriðjudaginn um hvort liðið fer beint á HM.

Dagný Brynjarsdóttir ræddi við 433.is eftir leikinn í kvöld um frammistöðuna og verkefnið sem er framundan.

,,Bara góð sko, við vissum að við yrðum sterkari aðilinn í heildina en þurftum samt sem áður að gera þetta vel. Þetta var fagmannleg frammistaða alls staðar á vellinum, héldum hreinu og skoruðum sex mörk og ég held að það sé ekki hægt að biðja um meira,“ sagði Dagný.

,,Ég held að þessi leikur hafi spilast eins og þegar við spiluðum við þær í Serbíu. Við vissum að ef við myndum ná inn marki snemma myndum við ná að brjóta þær niður eftir það og opna þær meira.“

,,Auðvitað er maður í fótbolta fyrir svona stórleiki og við erum virkilega spenntar. Við höfum aðallega verið að einbeita okkur að Hvíta-Rússlandi og ekkert rætt Hollendingana en ég held að allir séu spenntir og vel gíraðir. Okkur langar öllum á HM og við stefnum á sigur á þriðjudaginn og þá vonandi erum við á leið á HM.“

DJI_0437

DJI_0437

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Gjaldþrota dyrasímar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Spænsku félögin taka enga sénsa – Aftur 140 milljarða klásúla

Spænsku félögin taka enga sénsa – Aftur 140 milljarða klásúla
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Klopp segir að þungt hafi verið yfir Trent þegar hann snéri aftur

Klopp segir að þungt hafi verið yfir Trent þegar hann snéri aftur
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Svona væri staðan á Englandi án VAR

Svona væri staðan á Englandi án VAR
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Börsungar horfa til Miðlanda í leit að arftaka Busquets

Börsungar horfa til Miðlanda í leit að arftaka Busquets
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Orðrómurinn staðfestur – Nkunku þegar gengist undir læknisskoðun í London og fer næsta sumar

Orðrómurinn staðfestur – Nkunku þegar gengist undir læknisskoðun í London og fer næsta sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Alfreð himinnlifandi með endurkomuna í landsliðið og kveðst hrifinn af þróuninni

Alfreð himinnlifandi með endurkomuna í landsliðið og kveðst hrifinn af þróuninni
433Sport
Í gær

PSG, Chelsea og Tottenham reyndu en hann valdi Arsenal

PSG, Chelsea og Tottenham reyndu en hann valdi Arsenal
433Sport
Í gær

Gunnar lætur af störfum af ótta við að vera slaufað – „Ég er búinn að taka út minn dóm“

Gunnar lætur af störfum af ótta við að vera slaufað – „Ég er búinn að taka út minn dóm“