fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Rooney segir Man Utd að verða að ósk Ronaldo

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 21:41

Ronaldo og Erik ten Hag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United ætti að hleypa Cristiano Ronaldo burt í sumar en hann hefur ítrekað reynt að komast annað þar sem Man Utd er ekki í Meistaradeildinni.

Þetta segir Wayne Rooney, fyrrum samherji Ronaldo hjá Man Utd, en hann vill sjá félagið horfa til næstu 3-4 ára frekar en núverandi tímabils.

Ef Ronaldo vill fara ætti hann að fá ósk sína uppfyllta að sögn Rooney sem þekkir Portúgalann mjög vel eftir dvöl saman í Manchester.

,,Að mínu mati ætti United að leyfa Cristiano Ronaldo að fara. Þetta snýst ekki um að hann geti ekki spilað í liði Erik ten Hag, Ronny mun alltaf skora í hvaða liði sem er,“ sagði Rooney.

,,Ég tel þó að United sé ekki tilbúið að berjast um titilinn núna og þeir þurfa að byggja lið sem getur unnið deildina á næstu þremur eða fjórum árum.“

,,Ef fréttirnar eru réttar og Cristiano vill fara þá ætti félagið að hleypa honum burt og fá inn níu sem verður þarna næstu þrjú eða fjögur árin til að hjálpa í uppbyggingunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur