fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Saka fyrrum stjórn Barcelona um glæpsamlegt athæfi og vilja ógilda samning de Jong

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 8. ágúst 2022 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona hefur sagt Frenkie de Jong að þeir vilji ógilda núgildandi samning leikmannsins hjá félaginu og taka í gildi fyrri samning hans á ný. The Athletic fjallar um málið.

Börsungar vilja meina að ekki hafi allt verið með felldu þegar samningur de Jong við félagið var endurnýjaður haustið 2020. Núverandi stjórn, með Joan Laporta sem forseta, sakar fyrrum stjórn, þar sem Josep Maria Bartomeu var forseti, um glæmsamlegt athæfi í tengslum við endurnýjun samnings miðjumannsins.

Barcelona hefur reynt að losna við de Jong í sumar. Félagið vill selja hann og þar hefur Manchester United helst verið nefnt til sögunnar sem nýr áfangastaður Hollendingsins. Börsungar skulda honum hins vegar háar upphæðir í laun og er hann ekki til í að ganga burt frá þeim. Félagið hefur einnig reynt að fá de Jong til að taka á sig launalækkun.

Nú er sagt frá því að Barcelona hafi tilkynnt de Jong um miðjan síðasta mánuð að félagið hafi komist yfir sannanir þess efnis að maðkur hafi verið í mysunni þegar samningur hans var endurnýjaður í október 2020.

De Jong samþykkti þá að taka á sig launalækkun tímabilin 2020-2021 og 2021-2022. Það skilur 15,2 milljónir punda eftir til að greiða de Jong á næstu fjórum tímabilum.

Þrír aðrir leikmenn Barcelona gerðu slíkan samning við Barcelona einnig. Það eru þeir Gerard Pique, Marc-Andre ter Stegen og Clement Lenglet.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Útilokar ekki að Mbeumo verði áfram hjá Brentford

Útilokar ekki að Mbeumo verði áfram hjá Brentford
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt

Alls ekki smeykir fyrir verkefnið stóra í nótt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Undanúrslit bikarsins hefjast í kvöld – Nokkuð langt í seinni leikinn

Undanúrslit bikarsins hefjast í kvöld – Nokkuð langt í seinni leikinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allar heilar fyrir stóru stundina

Allar heilar fyrir stóru stundina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Óvænt stórlið hefur áhuga á Rashford – Er þó ekki efstur á blaði

Óvænt stórlið hefur áhuga á Rashford – Er þó ekki efstur á blaði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar

Hér mæta Stelpurnar okkar Finnum á morgun – Yfir þúsund Íslendingar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Aron lýsir hremmingum á hótelherbergi sínu í Sviss – „Þið getið ímyndað ykkur aðstæðurnar“

Aron lýsir hremmingum á hótelherbergi sínu í Sviss – „Þið getið ímyndað ykkur aðstæðurnar“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Liverpool setur tvo mismunandi verðmiða á enska miðjumanninn

Liverpool setur tvo mismunandi verðmiða á enska miðjumanninn