Alexis Sanchez er að ganga í raðir Marseille í Frakklandi. Fabrizio Romano segir frá.
Hinn 33 ára gamli Sanchez er að fá samningi sínum við Inter á Ítalíu rift og mun því ganga í raðir Marseille á frjálsri sölu.
Það mun líklega ganga formlega í gegn í næstu viku og þá gengur Sanchez í raðir franska félagsins.
Sanchez er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal, þar sem hann átti frábæru gengi að fagna frá 2014 til 2018. Hann kom til Norður-Lundúnafélagsins frá Barcelona.
Frá Arsenal hélt Sanchez norður til Manchester United. Þar náði hann hins vegar aldrei að standa undir væntingum og var lánaður til Inter tímabilið 2019-2020. Hann gekk svo endanlega í raðir ítalska félagsins í kjölfarið.