fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Annar varnarmaður í ensku deildinni gæti farið til Chelsea

Victor Pálsson
Laugardaginn 6. ágúst 2022 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru fá félög í ensku úrvalsdeildinni sem eru orðuð við jafn marga leikmenn og Chelsea þessa dagana.

Chelsea vill styrkja vörn sína fyrir komandi átök en liðið á líklega eftir að missa enn einn varnarmann í Marcos Alonso í glugganum.

Antonio Rudiger og Andreas Christensen hafa kvatt félagið og þá hefur Kalidou Koulibaly komið frá Napoli sem og Marc Cucurella frá Brighton.

Nú er Chelsea sagt horfa til Southampton og hefur áhuga á að fá bakvörðinn Kyle Walker-Peters sem er 25 ára gamall.

Walker-Peters hefur spilað 82 leiki fyrir Southampton en hann kom til félagsins endanlega frá Tottenham árið 2020.

The Guardian segir að Chelsea hafi mikinn áhuga á Englendingnum og að hann myndi kosta um 30 til 35 milljónir punda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð