fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Hallbera kom Þorsteini í opna skjöldu

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 19. ágúst 2022 15:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, hafði engan grun um að Hallbera Guðný Gísladóttir væri að íhuga að leggja skóna á hilluna, áður en hún tilkynnti það í síðasta mánuði.

Hallbera var með íslenska landsliðinu á lokakeppni Evrópumótsins í síðasta mánuði en tilkynnti svo að hún væri hætt.

„Ég hafði ekki hugmynd,“ sagði Þorsteinn á fréttamannafundi í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardal í dag, spurður út í ákvörðun Hallberu.

Ísland á fyrir höndum gífurlega mikilvæga leiki gegn Hvíta-Rússlandi og Hollandi í undankeppni Heimsmeistaramótsins 2023 í næsta mánuði.

Sigri Ísland Hvít-Rússa verður liðið með pálmann í höndunum, á toppi undanriðilsins, fyrir leikinn gegn Hollendingum. Eitt lið fer beint á HM og fer annað sætið í umspil.

„Þetta leggst vel í mig. Ég er bjartsýnn og hef fulla trú á að við gerum það sem til þarf til að komast áfram,“ segir Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslands, í viðtali við 433.is fyrr í dag.

Hann vill sjá góðan stuðning í heimaleiknum gegn Hvít-Rússum. Leikurinn gegn Hollandi er leikinn ytra.

„Ég vonast til að fólk mæti og styðji við liðið, að allir sem voru að tjá sig um það að það hafi ekki verið spilaður heimaleikur áður en við fórum á EM, að þau mæti allavega núna, geri hlutina almennilega, að fólkið sem er að tjá sig endalaust láti sjá sig á vellinum. Þetta snýst um stuðning, ekki eintómt blaður.“

Ísland tók þátt í lokakeppni EM á dögunum. Liðið gerði jafntefli í öllum leikjum sínum í riðlakeppninni og komst ekki áfram.

„Ég held algjörlega að leikmenn noti þau sárindi sem við upplifðum eftir að hafa ekki komist upp úr riðlinum, það ýti enn meira við okkur í að taka næsta skref,“ segir Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Aftur skoraði Viktor Bjarki í Meistaradeildinni – Sjáðu markið

Aftur skoraði Viktor Bjarki í Meistaradeildinni – Sjáðu markið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er

Opinbera hvað Ronaldo gerði fyrir fjölskyldu Jota á dögunum – Segir þetta sýna hversu einlægur hann er
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Grét í réttarsal þegar hann játaði brot sín – Breytti fögnuði Liverpool í harmleik

Grét í réttarsal þegar hann játaði brot sín – Breytti fögnuði Liverpool í harmleik
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United vill selja og lækka launakostnað til að styðja áfram við Amorim – Þessir ellefu gætu lækkað kostnaðinn hressilega

United vill selja og lækka launakostnað til að styðja áfram við Amorim – Þessir ellefu gætu lækkað kostnaðinn hressilega
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Líflína fyrir Jack Grealish – Sjáðu hver faðmaði hann á mánudag

Líflína fyrir Jack Grealish – Sjáðu hver faðmaði hann á mánudag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Knattspyrnukappar vilja kaupa gamla Landsbankahúsið – Fasteignamatið meira en 260 milljónir

Knattspyrnukappar vilja kaupa gamla Landsbankahúsið – Fasteignamatið meira en 260 milljónir
433Sport
Í gær

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni
433Sport
Í gær

Íslendingunum brugðið við að sjá þessa stjörnu United í nálægð á Old Trafford

Íslendingunum brugðið við að sjá þessa stjörnu United í nálægð á Old Trafford