fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Saka Kate um lygar – „Þetta voru áverkar eftir harkalegt kynlíf sem þið bæði höfðuð gaman af“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. ágúst 2022 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriðji dagur í réttarhöldum yfir Ryan Giggs hefst í dag en hann er sakaður um gróft ofbeldi gegn fyrrum unnustu sinni. Lögmaður Giggs segir áverka í andliti Kate Greville vera eftir harkalegt kynlíf en ekki ofbeldi.

Þessi fyrrum leikmaður Manchester United er sakaður um að ofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni og að hafa ráðist á systur hennar. Líkamlega ofbeldið sem um ræðir er sagt hafa átt sér stað árið 2020. Þá er Giggs sakaður um að beita Kate Greville, fyrrverandi kærustu sína, andlegu ofbeldi á árunum 2017-2020.

Meira:
Bólfarir með öðrum konum komu til tals í dómsal – SMS skilaboð hans vekja óhug margra

gær kom margt fram en þar á meðal að Giggs hafi haldið framhjá Kate með átta konum. Hún segist hafa komist að því með því að skoða spjaldtölvu hans árið 2020 sem varð til þess að Giggs á að hafa ráðist á hana.

Kate segir að Giggs hafi skallað sig í andlitið þegar hún gekk á hann vegna þess og sökum þess hafi hún hringt á lögreglu.

Lögmaður Giggs tók til máls í dag og sagði Kate ljúga að öllu leyti, áverkar á henni væru eftir harkalegt kynlíf þeirra.

Í skjölum sem lögð voru fyrir dóminn koma samskipti Kate við vinkonu sína þar sem hún sendir mynd af áverkunum en segir svo síðar að þeir hafi verið eftir harkalegt kynlíf

Lögmaður Giggs spurði Kate út í það hvers vegna hún hefði ekki sagt frá ofbeldinu. „Ég skammaðist mín og vildi ekki viðurkenna það,“ sagði Kate.

Mr. Daw lögmaður Giggs svaraði þessu. „Þetta er algjör haugalygi, þetta voru áverkar eftir harkalegt kynlíf sem þið bæði höfðuð gaman af“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki