fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
433Sport

Leiknir fær leikmann frá Frey

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. júlí 2022 10:47

Zean Dalügge (til hægri)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiknir Reykjavík hefur fengið  Zean Dalügge, 19 ára gamlan danskan sóknarmann, á láni frá Lyngby. Lánssamningurinn gildir út þetta tímabil í Bestu deildinni.

Samband Leiknis og Lyngby er sterkt. Freyr Alexandersson er þjálfari danska liðsins og þar spilar Sævar Atli Magnússon, sem var fyrirliði Leiknis í fyrra.

„Við bindum vonir við að þessi sending frá vinum okkar í Kóngsins Lyngby reynist farsæl fyrir alla aðila og bjóðum þennan unga leikmann velkominn í Breiðholtið,“ segir Oscar Clausen, formaður Leiknis.

„Eftir langa fjarveru vegna meiðsla er mikilvægt fyrir Zean að fá spiltíma í fullorðinsbolta til að þróun hans haldi áfram og til þess gefst tækifæri á Íslandi. Við þekkjum Leikni vel og þetta er gamla félag Sævars svo við vonum að með dvöl sinni fyrir norðan geti hann fengið margar mínútur í lappirnar og snúið sterkari til baka,“ segir Nicas Kjeldsen, yfirmaður fótboltamála hjá Lyngby.

Leiknir hefur verið í vandræðum á þessari leiktíð og er í ellefta sæti Bestu deildarinnar með tíu stig, stigi frá öruggu sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“

Bauð tæplega 80 milljónir í notaðan vasaklút – ,,Þá hvarf auglýsingin“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mögulega fastur hjá sínu félagsliði út tímabilið

Mögulega fastur hjá sínu félagsliði út tímabilið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl
433Sport
Í gær

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah sá fyrsti í sögunni

Salah sá fyrsti í sögunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“

Amorim virðist áhyggjufullur: ,,Við munum lenda í vandræðum“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Glódís og Hákon valin best

Glódís og Hákon valin best
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman