fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

„Erum að reyna að byggja upp tengsl við áhorfendur“

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 6. júní 2022 22:15

Ísak Bergmann Jóhannesson. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við hefðum viljað vinna leikinn. Mér fannst við fá betri færi í leiknum,“ sagði Ísak Bergmann Jóhannesson eftir 1-1 jafntefli Íslands gegn Albaníu í Þjóðadeildinni í kvöld.

„Það er kafli í fyrri hálfleik þar sem þeir stjórna leiknum en við komum út sterkir í seinni. Jón Dagur skorar þetta mark og mér fannst við betri í seinni.“

Í markinu sem Ísland fékk á sig mátti setja spurningamerki við varnarleik, og jafnvel markvörslu, liðsins. „Mér fannst við hafa getað leyst þetta betur vinstra megin, ég, Jón Dagur og Davíð. Ég hefði getað stigið inn í manninn og ekki hleypt honum áfram,“ sagði Ísak.

Það var langt í frá fullur völlur í dag en Ísak telur að samband liðsins við stuðningsmenn sé að styrkjast. „Ég er ótrúlega ánægður með þá sem mættu. Þó það væru ekki margir. Við erum að reyna að byggja upp tengsl við áhorfendur og allir sem mættu voru stórkostlegir.“

„Mér finnst þessi Þjóðadeild byrja ágætlega en við erum enn ósigraðir. Það er styrkleikamerki.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Chelsea væri í fallsæti án Palmer

Chelsea væri í fallsæti án Palmer
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Hide picture