fbpx
Laugardagur 31.janúar 2026
433Sport

Höfnuðu því að fá Dani Alves

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 30. júní 2022 18:32

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Calciomercato greinir frá því í dag að Dani Alves hafi reynt að fá samning hjá ítalska félaginu Spezia.

Alves er einn besti bakvörður í sögu spænska boltans en hann var lengi hjá Barcelona og spilaði einnig með Paris Saint-Germain.

Alves skrifaði undir stuttan samning hjá Barcelona í júní og kláraði tímabilið með liðinu en var svo látinn fara.

Þessi 39 ára gamli leikmaður á að hafa boðið Spezia þjónustu sína en ítalska félagið hafnaði því boði.

Spezia telur að það sé enginn gróði í því að semja við svo gamlan leikmann sem yrði á meðal launahæstu leikmanna liðsins.

Þrátt fyrir aldurinn er Alves ekki að íhuga að hætta og gæti leitað til heimalandsins, Brasilíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Eiginkonan segir að hann hafi ekki þolinmæðina í starfið – ,,Þarf að búa með mér og fimm ofvirkum krökkum“

Eiginkonan segir að hann hafi ekki þolinmæðina í starfið – ,,Þarf að búa með mér og fimm ofvirkum krökkum“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Real Madrid óvænt orðað við leikmann Manchester United

Real Madrid óvænt orðað við leikmann Manchester United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Klopp aftur á Anfield í mars

Klopp aftur á Anfield í mars
433Sport
Í gær

Sjö félög í Meistaradeildinni vilja Sterling – Burnley hefur einnig áhuga

Sjö félög í Meistaradeildinni vilja Sterling – Burnley hefur einnig áhuga