fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

„Þeir sem vilja alltaf vera neikvæðir, verða að fá að vera neikvæðir“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 2. júní 2022 21:15

Arnar Þór Viðarsson. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Game planið sem við lögðum upp með virkaði, við vissum að þeir væru fljótir og léttleikandi. Fyrstu tuttugu mínúturnar voru erfiðar, síðustu 25 mínúturnar í fyrri hálfleik voru góðar. Fyrstu 15-20 í seinni mjög gott,“ sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands eftir 2-2 jafntefli gegn Ísrael.

„Við virðum stigið því þeir fengu dauðafæti undir lokin,“ sagði Arnar eftir leik í Þjóðadeildinni.

Brynjar Ingi Bjarnason fór meiddur af velli og telur Arnar að meiðslin hafi haft áhrif á frammistöðu hans í fyrra marki heimamanna í Ísrael. „Brynjar fékk mjög fljótlega í kálfann, það sást í markinu sem þeir skora. Hann gat ekki farið 100 prósent, ég er stoltur af strákunum.“

„Þetta er góð byrjun á erfiðum útivelli, ég sagði það við þá fyrir leik. Drullusvekktur að taka ekki þrjú, þetta er skref í rétta átt.“

Það hefur gustað um landsliðið og KSÍ í eitt ár, Arnar segir þetta leiðina til að svara. „Við getum bara stjórnað því sem við getum stjórnað, fólk verður að fá að hafa skoðanir. Ég get ekki stjórnað því sem er fyrir utan mig, ég vinn mína vinnu af bestu getu. Þeir sem vilja alltaf vera neikvæðir, verða að fá að vera neikvæðir

„Við erum að þróa lið, við erum að undirbúa lið. Við ætlum að vera með mjög gott landslið fyrir undankeppni EM á næsta ári.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Algjör U-beygja hjá Xavi

Algjör U-beygja hjá Xavi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Í gær

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Í gær

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi