Samkvæmt heimildum 433.is eru tvö lið í Bestu deild karla sem sýnt hafa áhuga á því að fá Kundai Benyu miðjumann Vestra í raðir sínar á næstu dögum.
Samkvæmt sömu heimildum er um að ræða ÍBV og Leikni en Kundai Benyu átti góða spreti með Vestra í Lengjudeildinni á síðasta ári. ÍBV og Leiknir eru bæði með eitt stig eftir þrjár umferðir í Bestu deildinni.
Benyu mun ekki spila með Vestra í sumar. Þetta staðfesti Samúel Samúelsson, stjórnarmaður hjá Vestra, í samtali við Fótbolta.net í dag.
„Ég hef skoðað það,“ sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis í samtali við 433.is í dag þegar hann var spurður um áhuga liðsins á Benyu.
Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV kannaðist ekki við neitt. „Það held ég ekki,“ sagði Hermann aðspurður um áhuga liðsins á miðjumanninum knáa.
Kundai er 24 ára gamall miðjumaður sem lék með landsliðið Simbabve á Afríkumótinu í janúar. Fyrr í vetur æfði hann með Breiðablik en félagið ákvað að kaupa hann ekki þrátt fyrir áhuga.