fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

KSÍ breytir reglum sínum – Félög geta haft fleiri útlendinga ef einn kemur frá Úkraínu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 4. maí 2022 12:31

©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félög á Íslandi geta í ár verið með fjóra leikmenn en ekki þrjá utan evrópska efnahagssvæðisins. ÁStæðan er innrás Rússlands í Úkraínu.

Íslensk félög geta verið með fjóra leikmenn utan svæðisins ef einn af þeim kemur frá Úkraínu.

Úr fundargerð KSÍ:
Lagt var fram minnisblað um ákvæði (grein 22.1) í reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga vegna fjölda leikmanna utan Evrópska efnahagssvæðisins vegna leikmanna frá Úkraínu. Stjórn samþykkti að rýmka heimild í reglugerð á þann veg að félögum verði heimilt, tímabundið út árið 2022, að vera með að hámarki fjóra leikmenn frá öðrum löndum en Evrópska efnahagssvæðinu,

Færeyjum og Grænlandi skráða á leikskýrslu í 1. aldursflokki í hvert sinn í leik á vegum KSÍ, svo lengi sem a.m.k. einn þeirra leikmanna sé frá Úkraínu. Þannig gildir áfram sú meginregla að að hámarki þrír leikmenn frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins, Færeyja og Grænlands mega vera skráðir á leikskýrslu hjá félögum í leikjum á vegum KSÍ en tímabundið, af mannúðarástæðum, megi leikmenn utan Evrópska efnahagssvæðisins, Færeyja og Grænlands vera fjórir á leikskýrslu, ef a.m.k. einn þeirra leikmanna er frá Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea nýtir sér nýja reglu sem UEFA setti í síðustu viku

Chelsea nýtir sér nýja reglu sem UEFA setti í síðustu viku
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem United þarf að borga Amorim fyrir að reka hann

Þetta er upphæðin sem United þarf að borga Amorim fyrir að reka hann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rómantík í beinni: Daðursleg skilaboð virðast hafa skilað árangri – Leikkonan beit á agnið hjá boltastráknum

Rómantík í beinni: Daðursleg skilaboð virðast hafa skilað árangri – Leikkonan beit á agnið hjá boltastráknum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar