fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

„Mér fannst magnað að það væri stóra málið í þeim díl“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 28. maí 2022 07:00

Eigendur Newcastle GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt var um komandi félagaskiptamarkað í íþróttavikunni með Benna Bó sem var á dagskrá Hringbrautar í gær. Hjörvar Hafliðason, doktor Football og íþróttastjóri Viaplay og Jóhann Már Helgason, íþróttaskríbent og sérfræðingur í þættinum sátu í settinu með Benedikt Bóas.

Ljóst er að nýir eigendur munu dæla peningum í Chelsea, Newcastle á fúlgur fjár, Manchester United ætlar ekki aftur að renna á rassinn og Arsenal er vant að eyða stórfé undanfarin ár. Þá á eftir að telja upp Liverpool og Manchester City sem vanalega kaupa fyrir stórar upphæðir.

Hjörvar segir að tvö stærstu félagaskiptin væru búin að eiga sér stað í Erling Braut Haaland og Kylian Mbappe en framundan væru skemmtilegt félagaskiptasumar. „Þeir tveir eru búnir að ákveða sína framtíð. Svo er spurningin hvað Real Madrid tekur. Þeir þurfa að taka einhvern fyrst þeir fengu ekki Mbappe. Það verður áhugavert hver mætir þar í sumar fyrst sá díll gekk ekki.“

video
play-sharp-fill

Bent var á að flestir héldu að Mbappe væri að koma til Real í sumar og Real ætti fúlgur fjár eftir að hafa safnað sér fyrir honum undanfarin ár og forseti félagsins, Florentino Perez, væri ekki búinn að segja sitt síðasta á félagaskiptamarkaðnum.

„Þetta verður líflegt í sumar. Neymar gæti verið að fara frá PSG. Svo er spurning hvað Barcelona gerir því það er komið líf í þá aftur,“ benti Jóhann á.

„Lewandowski endar í Barcelona og allt teymið í kringum hann er búinn að ákveða að fara þangað. Hann mun ýta því í gegn þó þetta sé gegn FC Bayern og við þekkjum þeirra sögu og hversu stoltir þeir eru. Ekki einu sinni Uli Hönes getur stoppað þann díl,“ sagði Hjörvar.

Hann bætti við að það væri svo áhugavert að skoða hverjir mættu eiga lið og hverjir ekki í ljósi tíðinda af Roman Abramovich og nýrra eigenda Chelsea. „Þetta er svo áhugaverður heimur sem við lifum í núna. Hver má eiga lið og hver ekki. Verða þetta bara góðir milljarðamæringar sem mega eiga lið eftir tíu ár og hverjir eru það?“ spurði hann.

Þeir félagar reyndu svo að giska á hverjir mættu eiga félög, til dæmis á Íslandi. „Björgólfur Guðmundsson mætti það. Hverjir aðrir? Helgi í Góu. Hann mætti eiga lið. Fyrir mér er þetta að velja hverjir mega og hverjir ekki – skrýtið.“

Jóhann sem er stuðningsmaður Chelsea benti á að kaupin á félaginu hefðu gengið hraðar í gegn en þegar yfirvöld í Sádí Arabíu keyptu Newcastle. „Stóra málið samt gegn því var ólöglegt streymi – sem er glæpur og ég er sammála því. En mér fannst magnað að það væri stóra málið í þeim díl,“ sagði Hjörvar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Slot staðfestir viðræður við Liverpool

Slot staðfestir viðræður við Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“
433Sport
Í gær

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða
433Sport
Í gær

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Hide picture