fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Besta deild kvenna: Fyrstu stig KR komin í hús – Þróttur á toppinn

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 23. maí 2022 21:16

Frá leik Þróttar í fyrra. Frettablaðið / Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum var að ljúka í Bestu deild kvenna í knattspyrnu rétt í þessu. Stigalausir KR-ingar tóku á móti Aftureldingu og Keflavík fékk Þrótt í heimsókn.

Markalaust var í hálfleik á Meistaravöllum en Marcella Marie Barberic hélt hún hefði komið KR-ingum yfir eftir klukkutíma leik en skot hennar var varið á marklínu. Heimakonur vildu meina að boltinn hefði farið yfir línuna en dómari leiksins var ekki á sama máli.

Það kom þó ekki að sök þar sem Marcela skoraði sigurmark KR og eina mark leiksins þremur mínútum fyrir leikslok eftir sendingu frá Ólínu. Ágústu Valdimarsdóttur og lokatölur 1-0 fyrir KR. Liðið er þó áfram á botninum með þrjú stig eftir sex leiki. Afturelding er líka með þrjú stig.

Þá var dramatík í Keflavík er Þróttarar unnu sigur í blálokin. Murphy Alexandra Agnew kom gestunum yfir eftir rúman 20 mínútna leik eftir mistök í vörn heimakvenna og staðan 1-0 í hálfleik.

Dröfn Einarsdóttir tókst að jafna fyrir Keflavík á 60. mínútu og stefndi allt í jafntefli áður en Freyja Karín Þorvarðardóttir tryggði Þrótturum sigur á síðustu mínútu leiksins. Þróttur situr nú á toppi deildarinnar með 13 stig eftir sex leiki en Valsarar og Selfyssingar eiga leiki til góða.

KR 1 – 0 Afturelding
1-0 Marcela Marie Barberic (’87)

Keflavík 1 – 2 Þróttur R.
0-1 Murphy Alexandra Agnew (’21)
1-1 Dröfn Einarsdóttir (’60)
1-2 Freyja Karín Þorvarðardóttir (’90)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu