fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Læti á laugardag – Pirraðir KR-inga unnu skemmdarverk á Hlíðarenda

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 2. maí 2022 13:48

Formaður knattspyrnudeildar Vals, Börkur Edvardsson. © 365 ehf / Sigtryggur Ari Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn KR unnu skemmdarverk á Hlíðarenda eftir leik liðanna í Bestu deild karla á laugardag. Valur vann 2-1 sigur á erkifjendum sínum á Hlíðarenda á laugardagskvöld.

Mikil stemming var á vellinum, nokkrir óprúttnir aðilar ákváðu eftir leik að vinna skemmdarverk á merki Vals sem hékk uppi við útganginn.

Í andyrri á Hlíðarenda er veggur þar sem allir titlar Vals eru taldir upp, við miðju hangir merki Vals. Stuðningsmenn KR rifu það niður og köstuðu merkinu svo sín á milli.

Heimildarmaður 433.is úr röðum Vals segir allt uppátækið til á myndbandi en Valsarar vonast eftir því að málið leysist með því að KR borgi fyrir skemmdarverkið.

Stuðningsmenn KR tóku merkið með sér út í rútu en öryggisverðir og starfsmenn Vals tóku eftir þessu og eltu mennina þangað.

Þegar KR-ingar voru beðnir um að skila merkinu var því kastað úr úr rútunni og við það skemmdist merkið. Heimildarmaður 433.is segir skemmdina á merkinu ekki mikla en þó nokkra.

Valur vann eins og fyrr segir 2-1 sigur í hörkuleik þar sem hart var barist Jesper Juelsgaard skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Zidane rólegur af virðingu við Deschamps

Zidane rólegur af virðingu við Deschamps
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum

Eitt stærsta félag heims reyndi að stela Antony á lokametrunum