fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Tvö Íslendingalið stefna upp en annað er fallið

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 18. maí 2022 18:57

Freyr Alexandersson og Sævar Atli Magnússon, leikmaður Lyngby, Mynd: Lyngby

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingaliðin Lyngby og Horsens unnu mikilvæga sigra í toppbaráttu dönsku B-deildarinnar í dag.

Lyngby, stýrt af Frey Alexanderssyni, vann 1-2 sigur á Helsingör. Sævar Atli Magnússon kom inn á sem varamaður í leiknum og var markvörðurinn Frederik Schram á bekknum.

Aron Sigurðarson var í byrjunarliðu Horsens í 0-1 sigri á Nyköbing. Horsens er á toppi deildarinnar með 30 stig. Lyngby er í öðru sæti með stigi minna. Helsingör er svo í þriðja sæti með 55 stig. Tvö lið fara upp í úrvalsdeild og eru tvær umferðir eftir. Útlitið er því afar gott fyrir Horsens og Lyngby.

Ísak Óli Ólafsson í U-21 árs landsleik. Mynd/Getty

Það er hins vegar ekki eins gott hjá Esbjerg sem er fallið niður í C-deild eftir tap gegn Fremad Amager í fallbaráttuslag í kvöld. Ísak Óli Ólafsson er á mála hjá Esbjerg en var ekki með í kvöld.

Þetta er mikið áfall fyrir Esbjerg sem er nokkuð stórt félag í Danmörku og með flottan heimavöll sem tekur 17 þúsund manns í sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stuðningsmenn United brjálaðir út í dómgsæluna – Hálstak og hendur

Stuðningsmenn United brjálaðir út í dómgsæluna – Hálstak og hendur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tanja uppljóstraði um draum sinn í viðtali við Þórhall – „Ég hef ekki látið vita af mér“

Tanja uppljóstraði um draum sinn í viðtali við Þórhall – „Ég hef ekki látið vita af mér“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tvö stórlið vilja sækja leikmann Bayern frítt næsta sumar

Tvö stórlið vilja sækja leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skammast sín eftir helgina

Skammast sín eftir helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins

Amorim svarar fyrir sig – Gagnrýnir unga leikmenn félagsins