fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Íslendingalið Venezia fallið um deild

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 14. maí 2022 21:30

Leikmenn Venezia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Venezia féll í dag úr ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Roma á útivelli. Venezia hefði þurft að vinna í dag til að eiga einhvern möguleika á að halda sæti sínu í deildinni en allt kom fyrir ekki.

David Okereke kom gestunum í forystu strax á fyrstu mínútu leiks en þeir áttu á brattann að sækja eftir að Sofian Kiyine var rekinn af velli á 32. mínútu. Eldor Shomurodov tókst að jafna metin fyrir Roma fimmtán mínútum fyrir leikslok og þar við sat.

Nokkrir Íslendingar eru á mála hjá Venezia en þeir hafa lítið komið við sögu á tímabilinu. Hvorki Arn­ór Sig­urðsson né Jakob Franz Páls­son voru í leikmannahóp Venezia í kvöld.

Óttar Magnús Karlsson og Bjarki Steinn Bjarkason eru einnig samningsbundnir Venezia en þeir eru á láni út tímabilið. Óttar hefur verið að gera það gott með Oakland Roots í Bandaríkjunum en Bjarki hefur verið á láni hjá ítalska C-deildarliðinu Catanzaro síðan í janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því

Þetta eru áhrifin sem Afríkumótið mun hafa á ensku deildina – Sunderland missir helling og United fær að finna fyrir því
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum

Árni Snær heldur áfram í Garðabænum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“

Birta ræðu Arnars í klefanum eftir vonbrigðin í Úkraínu – „Stundum þarftu að fara í gegnum fokking heartbreak í lífinu“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins

Írarnir nota rödd Gumma Ben til að gera hlutina enn betri – Heimir var þá þjálfari liðsins