fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Lukaku daðrar við Inter – Myndbandssímtal átti sér stað á dögunum

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 6. apríl 2022 14:01

Romelu Lukaku. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Endurkoma Romelu Lukaku til Inter virðist ekki fjarlægur draumur fyrir framherjann frá Belgíu. Inter seldi Lukaku til Chelsea síðasta sumar fyrir 97,5 milljónir punda.

Lukaku hafði aðeins verið í herbúðum Chelsea í nokkra mánuði þegar hann fór að kvarta og kveina. Hann talaði um ást sína á Inter.

Lukaku sem er 28 ára gamall hefur látið hafa eftir sér að hann vilji einn daginn spila aftur með Inter.

Nú segir Gazzetta dello Sport að Lukaku hafi átt samskipti við leikmenn og forráðamenn Inter, þar hafi meðal annars verið myndbandssímtal þar sem möguleg endurkoma var rædd.

Nánast er útilokað að Inter geti borgað sömu upphæð fyrir Lukaku sem er ósáttur hjá Chelsea. Ítalskir miðlar segja að Inter hugnist að fá Lukaku á láni í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða