fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Heimir skaut föstum skotum á KR-inga – ,,Það dæmir sig sjálft, svona gerir maður ekki“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 30. apríl 2022 21:45

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var mikið fjör á Hlíðarenda í kvöld þegar Valur tók á móti KR í stórleik í Bestu deild karla.

Valur fór með 2-1 sigur af hólmi í skemmtilegum leik. Kjartan Henry Finnbogason kom KR yfir á 18. mínútu. Patrick Pedersen jafnaði fyrir heimamenn undir lok fyrri hálfleiks. Það var svo Jesper Juelsgard sem gerði sigurmarkið þegar 20 mínútur lifðu leiks.

Lestu nánar um leikinn hér

,,Mér fannst þetta sanngjörn úrslit,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, eftir leik. Fyrir utan fyrstu 15 mínútur leiksins sagði hann sína menn hafa verið betri. ,,Ef þú ætlar að vinna KR þá eru ákveðin grunnatriði leiksins sem þurfa að vera í lagi, eins og seinni boltar. Við vorum ekki að gera það nógu vel. Eftir það náðum við góðum tökum á leiknum og í seinni hálfleik fyrir utan kannski uppbótartíma fannst mér bara vera eitt lið á vellinum. Við spiluðum virkilega vel, létum boltann ganga, sköpuðum færi. Þetta var góð liðsheildarframmistaða. Ef þú ætlar að vinna KR þá þarftu að hafa hana.“

Hann segir mark Pedersen skömmu fyrir hálfleik hafa breytt miklu. ,,Það hjálpaði okkur inn í seinni hálfleik. Menn stöppuðu stálinu í hvorn annan í hálfleiknum.“

KR-ingar voru ósáttir með Helga Mikael Jónasson, dómara leiksins í kvöld. Helgi gaf Grétari Snæ Gunnarssyni til að mynda rautt spjald í lok leiks. Heimi fannst dómgæslan góð. ,,Mér fannst hann dæma vel. KR-ingar spiluðu við Breiðablik um daginn og það átti að vera einhver aukaspyrna í markinu sem Breiðablik skoraði. Ég horfði á þetta og það átti aldrei að vera nein aukaspyrna.“

,,Það dæmir sig sjálft, svona gerir maður ekki.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu
Hide picture