fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Sjáðu einkunnir leikmanna Íslands eftir hörmungarnar á Riazor

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 29. mars 2022 20:45

Olmo í leik gegn íslenska landsliðinu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið heimsótti Spán í vináttulandsleik í kvöld.

Yfirburðir Spánverja voru miklir strax frá upphafi leiks og tóku þeir alveg yfir. Þá átti íslenska liðið erfitt með þá Yeremy Pino og Dani Olmo á köntunum. Heimamönnum tókst þó ekki að nýta yfirburði sína þrátt fyrir nokkur færi á fyrstu 20 mínútum leiksins eða svo.

Við tók svo um stundarfjórðungs kafli þar sem heimamönnum tókst ekki að skapa sér mikið, voru þó áfram mun meira með boltann. Íslenska liðið hélt sér til baka og var sátt með að leyfa heimamönnum að hafa boltann.

Íslenska liðinu tókst nánast ekkert að halda í boltann í fyrri hálfleiknum. Besta staða liðsins kom á 35. mínútu þegar Jón Daði Böðvarsson gerði vel og setti Stefán Teit Þórðarson og Jón Dag Þorsteinsson í gegn tvo á móti tveimur. Jón Dagur var þó rangstæður þegar Stefán renndi boltanum í gegn á hann.

Stuttu síðar skoraði Alvaro Morata fyrsta mark leiksins. Carlos Soler gerði þá vel í að láta boltann fara áður en Morata lék á Alfons Sampsted og skoraði.

Skömmu síðar fékk Spánn víti þegar Birkir Bjarnason braut á Olmo. Morata fór á punktinn og skoraði.

Spánn var meira en 80% með boltann í fyrri hálfleik. Náði íslenska liðið aðeins 49 heppnuðum sendingum sín á milli.

Yfirburðir heimamanna héldu áfram í seinni hálfleik. Yeremy skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Jordi Alba á 47. mínútu. Tæpum stundarfjórðungi síðar gerði Pablo Sarabia skallamark eftir sendingu frá Marcos Alonso.

Sarabia var aftur á ferðinni með mark á 71. mínútu og aftur átti Alonso stoðsendinguna. Alltof létt fyrir Spánverja. Lokatölur í kvöld urðu 5-0.

Hér fyrir neðan má sjá einkunnir leikmanna Íslands úr leiknum.

Rúnar Alex Rúnarsson 4
Ekki mikið út á hann að setja en aldrei gott að fá á sig fimm mörk.

Alfons Sampsted 2
Var í gríðarlegum vandræðum með Dani Olmo og Jordi Alba á vinstri væng Spánverja, sem og Marcos Alonso eftir að hann kom inn á.

Daníel Leó Grétarsson 3
Varnarleikur liðsins slappur. Má setja spurningamerki við Daníel í fjórða marki Spánar.

Brynjar Ingi Bjarnason 4
Hluti af slappri varnarlínu í dag.

Hörður Björgvin Magnússon 3
Var í vandræðum með hægri vænginn hjá Spánverjum.

Birkir Bjarnason 3
Gaf óþarfa víti og var heilt yfir slappur.

Aron Elís Þrándarson 4
Sást lítið til hans í dag.

Stefán Teitur Þórðarson 4
Liðið gat ekkert fram á við í dag og Stefán fór illa með fína stöðu í fyrri hálfleik.

Þórir Jóhann Helgason 5
Fín frammistaða í dag.

Jón Dagur Þorsteinsson 5
Var sprækur á þeim örfáu köflum sem Ísland sótti í leiknum.

Jón Daði Böðvarsson 5
Vann ágætlega til baka en hafði úr engu að moða fram á við í dag.

Varamenn:

Höskulur Gunnlaugsson 4(59´)
Gerði lítið eftir að hann kom inn á.

Arnór Sigurðsson 4(59´)
Sást lítið til hans.

Albert Guðmundsson 4(68´)
Tókst ekki að fríska upp á sóknarleikinn eftir að hann kom inn á eins og vonast var eftir.

Sveinn Aron Guðjohnsen 4(68´)
Það var erfitt að vera framherji í liði Íslands í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur