fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi til ársins 2027 – „Ekki tímabært að gera ráð fyrir þeim“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 29. mars 2022 09:57

Bjarni Benediktsson. Skjáskot/Hringbraut.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi eða nýrri þjóðarhöll í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem birt var í dag. Um er að ræða áætlun fyrir árin 2023 til 2027.

Ljóst er að þetta er mikið áfall fyrir íþróttahreyfinguna en Laugardalshöll er ónothæf og Laugardalsvöllur er á undanþágu frá UEFA en öll aðstaða þar er komin til ára sinna.

,,Enn sem komið er eru þessi áform á byrjunarstigi og endanlegt umfang framkvæmdanna liggur ekki fyrir. Í ljósi þeirrar óvissu þykir ekki tímabært að gera ráð fyrir þeim í þessari áætlun,“ segir í fjármálaáætlun.

©Torg ehf / Valgardur Gislason

Í forsendum áætlunarinnar er gert ráð fyrir tilteknu óráðstöfuðu fjárfestingarsvigrúmi meðal annars til að mæta óvissu í áætlanagerð en einnig til að tryggja tiltekið fjárfestingastig ríkisins á tímabilinu eftir því sem stærri og tímabundin fjárfestingaverkefni klárast. Þetta svigrúm er sagt vaxa smám saman yfir tíma og verður orðið allnokkuð undir lok tímabilsins og gæti það ef til vill rúmað einhver stærri fjárfestingarverkefni á síðari hluta tímabilsins.

Þar segir einnig. „Þjóðarleikvangar. Aðstaða ýmissa íþróttagreina sem standa framarlega í alþjóðlegri keppni er orðin gömul og uppfyllir ekki alþjóðlega staðla. Stjórnvöld vinna með sveitarfélögum og íþróttahreyfingunni að uppbyggingu þjóðarleikvanga í samræmi við nýja reglugerð um þjóðarleikvanga. Horft er til þess að á næstu árum rísi þjóðarleikvangar fyrir inniíþróttagreinar, knattspyrnu og frjálsíþróttir eins og segir í stjórnarsáttmála.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Í gær

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Í gær

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði