Ein af fréttum vikunnar var að Hannes Halldórsson tilkynnti að hann væri hættur að verja fótboltamörk.
Birkir Már Sævarsson, spilaði lengi með Hannes fyrir aftan sig í landsliðinu og svo síðustu þrjú tímabilin með Val. Birkir var gestur í Íþróttavikunni með Benna Bó á Hringbraut á föstudaginn og segir að það hafi verið gott að hafa Hannes fyrir aftan sig.
„Hann er held ég besti markvörður íslandssögunnar, eða ég held það ekkert – hann er það að mínu mati. Hann er geggjaður náungi og frábært að hafa hann með sér í liði og fyrir aftan sig.
Bjarki Már Elísson var einnig gestur í Íþróttavikunni sagði að hann hefði hugsað hlýlega til Hannesar enda hafi hann ekki gert nein mistök í landsliðstreyjunni.
Þá rifjuðu þeir félagar upp að Hannes eigi alltaf þá stund að hafa varið frá Lionel Messi árið 2018. „Hann talar líka mjög mikið um það,“ sagði Birkir og hló.
Nánari umræðu má sjá hér fyrir neðan.