fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Var fagnið í gær vísbending? – Stuðningsmenn Liverpool spenntir

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 5. desember 2022 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool og Real Madrid leiða kapphlaupið um Jude Bellingham næsta sumar. Ben Jacobs á CBS Sports heldur þessu fram.

Hinn 19 ára gamli Bellingham er einn eftirsóttasti leikmaður heims, ef ekki sá eftirsóttasti.

Miðjumaðurinn er á mála hjá Borussia Dortmund í Þýskalandi en það þykir næsta víst að hann yfirgefi félagið næsta sumar fyrir einn af risunum í Evrópu.

Bellingham hefur farið á kostum með enska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu í Katar sem nú stendur yfir.

Í gær lagði hann upp fyrsta mark liðsins í 3-0 sigri á Senegal í 16-liða úrslitum. Markið skoraði Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool og fögnuðu þeir félagar innilega saman.

Samkvæmt Jacobs eru þeir miklir vinir, sem gæti hjálpað Liverpool í viðræðum við leikmanninn.

Hann segir einnig að Liverpool hafi sýnt mesta viljann til að semja við Bellingham næsta sumar.

Kappinn verður þó ekki ódýr. Dortmund vill 130 milljónir punda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Chelsea væri í fallsæti án Palmer

Chelsea væri í fallsæti án Palmer