Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, segir að Eden Hazard eigi enn framtíð fyrir sér hjá spænska félaginu.
Hazard hefur ekki náð sér á strik síðan hann kom til Real frá Chelsea árið 2019 en meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn.
Hazard hefur skorað aðeins sjö mörk í 72 leikjum fyrir Real og lék með Belgíu á svekkjandi HM í Katar fyrir þjóðina.
Ancelotti er þó ekki tilbúinn að gefast upp á þessum 31 árs gamla leikmanni og telur að hann muni spila hlutverk á næstu vikum.
,,Ég er jákvæður í garð Hazard, hann hefur æft vel. Ég tel að hann sé enn betri en fyrir HM, það er sannleikurinn,“ sagði Ancelotti.
,,Ég er viss, miðað við hvað það eru margir leikir framundan að hann muni spila stórt hlutverk.“