Joao Felix, leikmaður Atletico Madrid, er sterklega orðaður við brottför frá félaginu í janúarglugganum.
Felix er 23 ára gamall og er dýrasti leikmaður í sögu Atletico er hann kom til félagsins árið 2019.
Í dag er Felix talinn vilja skipta um lið og eru Manchester United og Chelsea að horfa til hans.
Það eru þó ekki liðin sem Felix styður en hann greindi frá ansi athyglisverðri staðreind í samtali við Adri Conteras.
Þar sagðist Felix vera stuðningsmaður Leeds United sem er að berjast við botninn í ensku deildinni.
Leeds gerir sér litlar vonir um að fá Felix í sínar raðir en hann myndi reynast rándýr ef hann færir sig um set endanlega.