fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
433Sport

Íslensk knattspyrna 2022 er komin út

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 22. desember 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bókin Íslensk knattspyrna 2022 er komin út í 42. skiptið í röð en hún hefur komið út samfleytt frá árinu 1981. Sögur Útgáfa gefa út bókina sem er stærri en nokkru sinni fyrr, 288 blaðsíður í stóru broti og skreytt með um 400 myndum af leikmönnum og liðum. Víðir Sigurðsson er höfundur bókarinnar en hann hefur skrifað hana samfleytt frá árinu 1982.

Í bókinni er sagt ítarlega frá Íslandsmótunum 2022 í öllum deildum karla og kvenna, sem og yngri flokkunum, bikarkeppninni, Evrópuleikjunum og vetrarmótunum. Þá er landsleikjum ársins í öllum aldursflokkum gerð góð skil, sérstaklega leikjum kvennalandsliðsins í lokakeppni Evrópumótsins, og fjallað sérstaklega um íslenska knattspyrnufólkið sem leikur erlendis.

Í bókinni er ítarleg tölfræði um leikmenn og lið, sjá má liðsskipan allra liða í öllum deildum í meistaraflokkum karla og kvenna, leikjafjölda leikmanna í efri deildum, leikjahæstu karla og konur, marka- og leikjahæstu karla og konur í deildakeppni hér og erlendis ásamt mörgu fleiru.

Viðtöl í bókinni eru við Söndru Sigurðardóttur, markvörð Íslands- og bikarmeistara Vals og íslenska landsliðsins, og Höskuld Gunnlaugsson, fyrirliða Breiðabliks.

Í ár er bókin gefin út með tveimur kápum. Á kápu hefðbundnu útgáfunnar er mynd af Íslands- og bikarmeisturum Vals í kvennaflokki og sú útgáfa er í almennri sölu og dreifingu og fæst í bókaverslunum Eymundsson um allt land. Einnig er hægt að panta hana, ásamt eldri bókum, hjá Sögur Útgáfa, pontun@sogurutgafa.is eða 557 3100.

Í sérútgáfu er mynd af Íslandsmeisturum Breiðabliks í karlaflokki og sú bók er eingöngu til sölu hjá Breiðabliki

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hermann Hreiðarsson tekur við Val

Hermann Hreiðarsson tekur við Val
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Rekinn eftir dapurt gengi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ekki gerst síðan Leicester varð meistari

Ekki gerst síðan Leicester varð meistari
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þungt högg fyrir De Bruyne og Napoli

Þungt högg fyrir De Bruyne og Napoli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Van Dijk skorar á stuðningsmenn Liverpool

Van Dijk skorar á stuðningsmenn Liverpool
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu þegar allt ætlaði um koll að keyra á Spáni – Stórstjörnurnar í hörðum orðaskiptum

Sjáðu þegar allt ætlaði um koll að keyra á Spáni – Stórstjörnurnar í hörðum orðaskiptum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Beittur Höddi Magg vill senda nokkra einstaklinga á námskeið í skynsemi – „Fóru á taugum, hverju sem er um að kenna“

Beittur Höddi Magg vill senda nokkra einstaklinga á námskeið í skynsemi – „Fóru á taugum, hverju sem er um að kenna“
433Sport
Í gær

Hættur í þjálfaranámi hjá Bayern – Beit eiginkonu sína, hrækti á hana blóði og kýldi hana

Hættur í þjálfaranámi hjá Bayern – Beit eiginkonu sína, hrækti á hana blóði og kýldi hana
433Sport
Í gær

Niðurlæging Sancho í sigri á City – Var tekinn af velli eftir að hafa komið inn sem varamaður

Niðurlæging Sancho í sigri á City – Var tekinn af velli eftir að hafa komið inn sem varamaður