Brasilíska knattspyrnugöðsögnin Kaka, sem þekktastur er fyrir tíma sinn hjá AC Milan og Real Madrid, segir að önnur goðsögn í landinu, Ronaldo, fái ekki þá virðingu sem hann á skilið heima fyrir.
Ronaldo var stórkostlegur leikmaður á ferli sínum. Hann spilaði fyrir Barcelona, Real Madrid og bæði Mílanó-félögin, Inter og AC Milan.
„Það er skrýtið að segja það en margir Brasilíumenn styðja ekki Brasilíu,“ segir Kaka.
„Ef maður sér Ronaldo hugsar maður „vá þetta er eitthvað annað.“ En í Brasilíu er hann bara feitur maður að ganga niður götuna.“
Kaka segir Ronaldo fá mun meiri ást í útlöndum en í Brasilíu.
„Auðvitað elska margir í Brasilíu Ronaldo. Ég elska Ronaldo. En það er öðruvísi komið fram við hann í Brasilíu heldur en erlendis. Það er meiri virðing borin fyrir honum annars staðar heldur en þar.“