Íslenska kvennalandsliðið situr áfram í 16. sæti á heimslista FIFA í nýjustu útgáfu listans.
Síðasta útgáfa hans kom út 13. október og hefur liðið ekki leikið neina leiki síðan þá.
Bandaríkin standa í stað á toppi listans og eru Þjóðverjar komnir upp í annað sæti.
Næsta verkefni Íslands eru vináttuleikir í febrúar, en ekki er enn ljóst hverjir mótherjar liðsins verða þar.