fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Kemur vini sínum Ronaldo til varnar – „Kemur það á óvart?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 9. desember 2022 13:05

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mesut Özil hefur komið vini sínum Cristiano Ronaldo til varnar eftir neikvæða umræðu undanfarið.

Hinn 37 ára gamli Ronaldo hefur mikið verið í umræðunni. Hann yfirgaf Manchester United á dögunum eftir umdeilt viðtal við Piers Morgan. Þá fagnaði hann ekki með liðsfélögum sínum í Portúgal eftir sigur á Sviss í 16-liða úrslitum Heimsmeistaramótsins í Katar.

„Ég skil ekki hvaðan fjölmiðlar koma með þessar endalausu neikvæðu fréttir af Cristiano. Þeir eru bara að reyna að fá smelli. Sérfræðingar sem eiga ekki ferla lengur eru bara að leita sér að athygli með því að nota stóra nafnið hans og láta hann líta illa út,“ segir Özil, sem spilaði með Ronaldo hjá Real Madrid.

„Hann er að verða 38 ára gamall. Kemur það á óvart að hann skori ekki 50 mörk á tímabili lengur? Allir knattspyrnuaðdáendur þarna úti ættu að vera ánægðir með að sjá hann spila heimsklassa  fótbolta í 20 ár.

Ég held að enginn af komandi kynslóð geti jafnað tölurnar hans. Hann verður alltaf í sérflokki. Allir ættu að sýna einum besta íþróttamanni sögunnar meiri virðingu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum

Ofurtölvan stokkar spilin – Vinna deildina með naumindum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mínútu þögn í Vesturbæ fyrir níu ára strákinn sem lést í síðustu viku

Mínútu þögn í Vesturbæ fyrir níu ára strákinn sem lést í síðustu viku
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma

Sjáðu markið – 16 ára og tryggði Liverpool sigur seint í uppbótartíma
433Sport
Í gær

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson
433Sport
Í gær

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“