Dagur Örn Fjeldsted ungur leikmaður Breiðablks var á meðal markaskorara í leik Breiðabliks og KR í Bose mótinu í gær.
KR vann að lokum 4-3 sigur en Dagur er að spila sína fyrstu leiki í meistaraflokki.
Hann byrjaði gegn Fram um liðna helgi og svo aftur gegn KR í gær þar sem hann skoraði glæsilegt mark. Dagur skaut boltanum fyrir utan teig og hafnaði hann í samskeytunum. Óverjandi fyrir markvörð KR.
Dagur er aðeins 17 ára gamall en hann hefur verið í úrtökum fyrir unglingalandsliðsverkefni en ekki spilað leik hingað til.
Glæsilegt mark Dags á Kópavogsvelli í gær má sjá hér að neðan.
HD gæði. pic.twitter.com/IYqTMczjVL
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) December 9, 2022