Nasser Al-Khelaifi, forseti Paris Saint-Germain, hefur útilokað það að félagið muni semja við Cristiano Ronaldo.
Ronaldo er án félags eftir að hafa yfirgefið Manchester United og hefur verið orðaður við franska stórliðið.
Al-Khelaifi hefur þó staðfest það að PSG verði ekki endastöð Ronaldo sem er líklega á leið til Sádí-Arabíu.
,,Við erum með þrjá leikmenn, Lionel Messi, Neymar og Kylian Mbappe,“ sagði Al-Khelaifi.
,,Það væri mjög erfitt svo ég óska honum alls hins besta. Hann er frábær og ennþá magnaður leikmaður.“