Gabriel Jesus, leikmaður Arsenal, spilar ekki meira á HM með Brasilíu en hann er að glíma við meiðsli.
Jesus var ekki byrjunarliðsmaður hjá Brasilíu á HM en hann er það svo sannarlega fyrir toppliðið á Englandi.
Jesus er meiddur á hné og verður frá í dágóðan tíma sem eru slæmar fréttir fyrir Arsenal.
Jesus mun allavega missa af fjórum leikjum Arsenal en verður líklega klár eftir 9. janúar næstkomandi.
Framherjinn mun ekki vera til taks gegn West Ham þann 26. desember, Brighton þann 31, desember, Newcastle þann 3. janúar og svo Oxford í bikarnum viku seinna.
Jesus þurfti að fara í aðgerð vegna meiðslana en allar líkur eru á að hann verði mættur aftur á völlinn í janúar.