Þær konur sem fréttastofa Reuters ræddi við lýsa Katar sem góðum stað til að vera á nú þegar Heimsmeistaramótið í knattspyrnu fer fram þar.
Þrjár konur sem að Reuters ræddi við eru allar á sama máli og telja að lítill notkun áfengis sé þar stærsta ástæðan.
Áfengi er ekki selt á nema örfáum stöðum í Doha í Katar og því eru flestir stuðningsmenn edrú á leikjum.
„Ég átti von á því að þetta væri hættulegur staður fyrir konur, sem kona á ferðalagi hérna get ég sagt að ég upplifi mikið öryggi,“ segir Ellie Molloson frá Englandi, ekkert sé um fullar og reiðar knattspyrnubullur.
„Þetta er meiri fjölskylduskemmtun en maður hefur vanist, áfengi býr of til vandræði,“ segir hún einnig.
Ariana Gold frá Argentínu er á sama máli. „Þetta er mjög gott fyrir konur, ég taldi að Katar væri kannski aðeins fyrir karlmenn en mér líður mjög vel hérna,“ segir Gold.
Emma Smith frá Sheffield segir svo. „Þetta er mjög öruggt því áfengið er ekki hérna.“
Katar hefur legið undir gagnrýni og það harkalegri fyrir hin ýmsu mál en konurnar sem Reuters ræðir við fara fögrum orðum um landið.