Næst síðasti leikurinn í 16 liða úrslitum HM í Katar fer fram klukkan 15:00 þegar Marokkó og Spánn eigast við.
Marokkó hefur verið frábært varnarlega en Spánn hefur sýnt flotta sóknartakta.
Búast má við góðum leik en Alvaro Morata er áfram á meðal varamanna hjá Spáni.
Byrjunarliðin eru hér að neðan.
Marokkó: Bounou; Hakimi, Saiss, Aguerd, Mazraoui; Ounahi, S. Amrabat, Amallah; Ziyech, En-Nesyri, Boufal.
Spánn: Unai Simon; Llorente, Rodri, Laporte, Jordi Alba; Gavi, Busquets, Pedri; Ferran Torres, Asensio, Dani Olmo.