Við fáum vonandi alvöru skemmtun í kvöld er Portúgal spilar við Sviss í 16-liða úrslitum HM.
Portúgalarnir eru taldir vera líklegri fyrir leikinn en Sviss er alltaf til alls líklegt á stórmótum og hefur sannað það í gegnum tíðina.
Ljóst er að sigurliðið fær verðugt verkefni í 8-liða úrslitum en þar eru Marókkomenn sem unnu Spánverja fyrr í dag.
Hér má sjá byrjunarliðin í kvöld.
Portúgal: Costa, Dalot, Pepe, Dias, Cancelo, B. Silva, Neves, Carvalho, Fernandes, Félix, Ronaldo
Sviss: Kobel, Widmer, Akanji, Schär, Rodriguez, Freuler, Xhaka, Shaqiri, Sow, Vargas, Embolo