Atletico Madrid vill selja Joao Felix í janúar. Það er Marca á Spáni sem greinir frá þessu.
Hinn 23 ára gamli Felix hefur átt erfitt uppdráttar á þessari leiktíð í spænsku deildinni og verið í minna hlutverki en áður.
Hann hafði verið orðaður frá Atletico á láni en samkvæmt nýjustu fregnum vill félagið fá inn summu fyrir þennan sóknarsinnaða leikmann og selja hann endanlega.
Félagið vonast til þess að góð frammistaða Felix á Heimsmeistaramótinu í Katar hingað til hjálpi til við að selja kappann.
Felix kom til Atletico frá Benfica í heimalandinu árið 2019 fyrir meira en hundrað milljónir punda.
Hann er samningsbundinn þar til 2026 og fer því líklega ekki ódýrt.
Undanfarið hefur enska stórliðið Manchester United einna helst verið nefnt sem hugsanlegur áfangastaður Felix.