OnlyFans-stjarnan Astrid Wett er stödd á Heimsmeistaramótinu í Katar, þar sem hún styður enska landsliðið.
Um helgina skellti hún sér á leik Argentínu og Ástralíu. Þar sá hún Lionel Messi og félaga vinna 2-1 og tryggja sér leik gegn Hollendingum í 8-liða úrslitum.
Einnig birti hún mynd af sér á samfélagsmiðlum frá leiknum. Einhverjum netverjum þótti hún of léttklædd fyrir leik í Katar. Kvenréttindi eru ekki í hávegum höfð í landinu og þykir léttur klæðnaður kvenna óviðeigandi á meðal margra.
„Virtu menningu annara og hyldu þig,“ skrifaði einn.
Aðrir tóku til máls. „VAR. Dauðarefsing,“ skrifaði einhver netverjinn.
Hér að neðan má sjá myndina sem um ræðir.