fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Ný ummæli stjórans högg í maga stuðningsmanna Chelsea

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 5. desember 2022 09:30

Stefano Pioli, stjóri Milan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefano Pioli, knattspyrnustjóri AC Milan, er bjartsýnn á að halda Rafael Leao lengur hjá félaginu.

Leao, sem getur spilað úti á kanti sem og sem fremsti maður, hefur verið frábær fyrir Milan á leiktíðinni, skorað sex mörk og lagt upp fimm í fjórtán leikjum í Serie A.

Í kjölfarið hefur þessi 23 ára gamli leikmaður verið orðaður við önnur félög, þá sérstaklega Chelsea.

Rafael Leao / Getty

„Hann er mjög ánægður hjá okkur, það er alveg á hreinu. Fulltrúar hans eiga í viðræðum við Maldini (yfirmann knattspyrnumála,“ segir Pioli.

Samningur Leao rennur út eftir næstu leiktíð og liggur Milan því á að endursemja, vilji félagið halda honum.

„Við bíðum eftir góðum fréttum. Hann er sáttur hjá Milan og ég vil að hann verði áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“